22.1.2008 | 21:37
Hvað fékk Þórólfur mörg atkvæði?
Nú er ég ef til vill hálf minnislaus, en ég man ekki eftir því að Ung vinstri græn hafi lýst yfir vantrausti á Þórólf Árnason. Getur einhver sagt mér hvað sá annars ágæti borgarstjóri fékk mörg atkvæði?
Ung vinstri græn lýsa vantrausti á nýjan meirihluta í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ekki sambærilegt, eins og Þrölli bendir á. Ráðnir stjórnendur falla engan veginn undir sama hatt og pólitískt kjörnir.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.1.2008 kl. 22:37
Þessir vinstrimenn, óborganlegir :D
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.1.2008 kl. 01:50
Mér finnst þetta bara ekkert rosalega spennandi rök. Í lýðræðisríki eiga æðstu embættismenn að vera kjörnir, ekki skipaðir. Svoleiðis fyrirkomulag heitir ráðstjórnarríki, sem er concept sem hefur endað með ósköpum alls staðar sem það hefur verið reynt.
Meinhornið, 23.1.2008 kl. 11:57
Í Garðabæ (og víðar) er afskaplega góð reynsla af ráðnum bæjarstjóra, það skapaðist ekki friður um rekstur bæjarins þar fyrr en sú regla var tekin upp (og ekki er nú þar fyrir vinstristjórnunum að fara - né ráðstjórn, er það?)
Þórólfur stóð sig frábærlega sem borgarstjóri, sá besti sem við höfum haft svo lengi sem ég man, enda hefur hann vit á rekstri, það er ekki galli á þeim sem á að stýra stærsta batteríi landsins.
Grátlegt að hann skyldi síðan vera sá eini sem þurfti að gjalda fyrir olíumálið, þar var hann - tja, kannski ekki bara peð, mögulega riddari, hvorki kóngur né drottning.
Þessi ábending er sem sagt strámaður og þvæla. Ráðinn borgarstjóri hefur nákvæmlega ekkert með ráðstjórn að gera ef borgarstjórn er lýðræðislega kosin.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.1.2008 kl. 12:15
Það er vafasamt að kalla mafiósa eins og Þórólf mann með vit á rekstri.
Mási (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 12:55
Ég er ekki að setja út á störf Þórólfs, man ekki betur en að hann hafi staðið sig með sóma. Málflutningur UVG er aftur á móti frekar hjáróma.
Svo er spurning, væri það e.t.v. í besta lagi að láta stjórnarflokka um að ráða framkvæmdastjóra Íslands?
Meinhornið, 23.1.2008 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.