Yngra en 20 ára?

Ég er orðinn þrítugur og heyri þetta vel. Ég efast um að ég myndi versla við fyrirtæki sem nota svona...
mbl.is Unglingafæla fordæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Þú hefur góða heyrn. Staðreyndin er sú að með aldrinum þrengist það tíðnisvið sem við heyrum, það þýðir ekki endilega að við heyrum mikið verr, bara minna. Það er svolítil kaldhæðni að lokins þegar við höfum efni á að kaupa steríógræjurnar sem gera okkur kleift að heyra "alla" tónlistina erum við búin að tapa hæfileikanum til að heyra hana!

Einar Steinsson, 12.2.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

jánei, væntanlega myndi maður ekki þola við.

Ég hef tapað þessari hátíðniheyrn :(

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég man ekki hvenær ég heyrði síðast hátíðniblístrið sem var í öllum sjónvörpum, en það eru kannski 12 ár síðan. Breyttust sjónvarpstæki á síðasta eða þarsíðasta áratug, eða hætti ég bara að heyra þetta hljóð? :-)

Elías Halldór Ágústsson, 14.2.2008 kl. 08:23

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég gleymdi einu. Þegar ég var unglingur átti ég Kef Corelli hátalara, Marantz magnara og beindrifinn Sony plötuspilara með Audio-Technica nál sem kostaði meira en spilarinn. Samt finnst mér mikið betri hljómur í Altec Lansing 5.1 hátölurunum (verð: 7000 kr) sem eru tengdir í tölvuna mína. Ég heyri texta sem ég heyrði aldrei áður, ég heyri greinilega laglínur í bakröddum sem ég átti erfitt með að greina áður, og svo mætti lengi telja.

Ég veit að ég heyri ekki betur, svo ég verð að telja að græjurnar séu betri. 

Elías Halldór Ágústsson, 14.2.2008 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband